Félagið Sögn ehf., sem er í eigu leikstjórans og framleiðandans Baltasars Kormáks, hagnaðist um 170 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 337 milljónir árið áður.

Félagið Sögn ehf., sem er í eigu leikstjórans og framleiðandans Baltasars Kormáks, hagnaðist um 170 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 337 milljónir árið áður.

Sögn á eignarhlut í fjölmörgum félögum, þar með talið RVK Studios. Rekstrartekjur námu 265 milljón í fyrra og lækkuðu um 49%, en árið á undan námu þær 521 milljón.

Sögn greiddi engan arð vegna síðasta rekstrarárs en árið á undan nam arðgreiðslan 296 milljónum.

Lykiltölur / Sögn

2022 2021
Tekjur 265  521
Eignir 1.175  1.107
Eigið fé 963  793
Afkoma 170  337
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.