Rekstrar­tekjur Ísorku, sem selur og rekur hleðslu­stöðvar fyrir raf­magns­bif­reiðar, drógust saman um 44 milljónir á milli ára og námu 651 milljón í fyrra.

Eftir 15 milljón króna hagnað árið 2022 skilaði 6 milljón króna tapi í fyrra. Eigið fé í árs­lok var 40 milljónir sem er lækkun úr 134 milljónum króna.

Stjórn fé­lagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hlut­hafa á árinu 2023 en Egg ehf., móður­fé­lag bíla­um­boðsins BL, á um 82,5% hlut. EGG er í jafnri eigu Ernu Gísla­dóttur og Jóns Þórs Gunnars­sonar.

Ísorka var stofnuð af Sigurði Ást­geirs­syni, fram­kvæmda­stjóra fé­lagsins, og Jóni Þór Frantz­syni, for­stjóra Ís­lenska gáma­fé­lagsins.

Fé­lagið hóf form­lega starf­semi í árs­lok 2016 og var fyrst fyrir­tækja á Ís­landi til að hefja gjald­töku fyrir hleðslu á hleðslu­stöðvum.

Sponsinn ehf., sem er í 100% eigu Sigurðar fer með 10% hlut í Ísorku en fé­lagið seldi Eggi 16,2% hlut árið 2021.

Árið 2022 átti EGG ehf., um 89% hlut í Ísorku en í árs­reikningi fé­lagsins það ár var hluturinn metinn á 211 milljónir króna.