Samskiptaforritið Telegram hefur beðið yfirvöld í Suður-Kóreu afsökunar vegna meðhöndlun fyrirtækisins á djúpfölsuðu klámefni sem hefur verið deilt í gegnum forritið. Að sögn BBC gengur nú yfir stafrænn kynlífsglæpafaraldur þar í landi.
Afsökunarbeiðnin kemur nokkrum dögum eftir að lögreglan í Suður-Kóreu hóf rannsókn á Telegram og sakaði forritið um að hjálpa til við að dreifa slíkum myndum.
Samskiptaforritið Telegram hefur beðið yfirvöld í Suður-Kóreu afsökunar vegna meðhöndlun fyrirtækisins á djúpfölsuðu klámefni sem hefur verið deilt í gegnum forritið. Að sögn BBC gengur nú yfir stafrænn kynlífsglæpafaraldur þar í landi.
Afsökunarbeiðnin kemur nokkrum dögum eftir að lögreglan í Suður-Kóreu hóf rannsókn á Telegram og sakaði forritið um að hjálpa til við að dreifa slíkum myndum.
Á undanförnum vikum hefur komið í ljós að mikill fjöldi Telegram-spjallrása, margar þeirra sem reknar eru af unglingum, er að búa til djúpfalsað klámefni með notkun óbreyttra ljósmynda af ungum konum.
Yfirvöld segja að Telegram hafi síðan þá fjarlægt slík myndbönd af vettvangi sínum en Telegram segir að ástandið sé óheppilegt.
Telegram staðfesti að það hefði tekið niður 25 djúpfölsuð myndbönd og hefur fyrirtækið þá viðurkennt alvarleika málsins að sögn samskiptastaðlanefndar Suður-Kóreu (KCSC). Myndböndin eru gjarnan búin til með notkun gervigreindar þar sem andlit raunverulegs einstaklings eru sameinuð með líkama einhvers annars.