Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tilkynnti í dag að það hefur sektað norska fjarskiptafélagið Telenor ASA um 112 milljónir evra, eða um 17 milljarða íslenskra króna, vegna brota á samkeppnisreglum EES-samningsins. Frá þessu er greint á vef Samkeppniseftirlitsins .
Í rannsókn sinni komst ESA að þeirri niðurstöðu að Telenor hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með ólögmætum verðþrýstingi (e. margin squeeze) sem leiddi til þess að keppinautar félagsins, sem keyptu þjónustu af Telenor á heildsölustigi, gátu ekki keppt við félagið á smásölustigi með eðlilegum hætti.
Rannsókn ESA hófst árið 2012 með húsleit í húsakynnum Telenor, og eftir að hafa aflað ýmissa gagna birti ESA fyrirtækinu andmælaskjal árið 2016. Árið 2019 var fyrirtækinu síðan birt viðbótarandmælaskjal, en málinu lauk formlega með ákvörðun sem var birt málsaðilum í gær. Telenor hefur nú tvo mánuði til þess að áfrýja ákvörðuninni til EFTA dómstólsins.