Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað til muna síðastliðnar vikur og hefur verðið ekki verið hærra í þrjá mánuði. Olíutunna af Brent hráolíu stendur nú í 83 dölum, sem er 12% hækkun sl. mánuð.
Sádi Arabía ákvað fyrr í sumar að draga verulega úr olíuframleiðslu sinni í von um að ná verðinu upp. Verðið hækkaði þó ekki eins og vonir Sáda stóðu til þar sem fjárfestar höfðu meiri áhyggjur af efnahagsástandi heimsins fremur en framleiðslunni.
Nú þegar verðbólga hefur tekið að hjaðna og seðlabankar víða um heim eru líklegir til að hægja á stýrivaxtahækkunum hefur olíuverðið rokið upp.
Samkvæmt The Wall Street Journal telja greiningaraðilar tunnan af brent hráolíu gæti farið yfir 100 dali en tunnan hefur verið að seljast í framvirkum samningnum öðru hvoru megin við 80 dali á árinu.
Talið er að ef tunnan hækki mikið meira úr þessu muni neytendur sjá hækkanir á bensíndælunni.