Hagfræðingar hafa áhyggjur af því að verndartollastefna Donald Trump muni hafa neikvæð áhrif á hagvöxt landsins.
Þetta kemur fram í ítarlegri skoðanakönnun sem Financial Times gerði meðal 220 hagfræðinga í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrusvæðinu.
Samkvæmt FT voru hagfræðingarnir spurðir um hvaða áhrif Trump muni hafa á efnahag Bandaríkjanna en hann tekur við embættinu í mánuðinum.
Langflestir svöruðu því að verndartollarnir myndu hafa neikvæð áhrif á aðra annars jákvæða þætti í hinni svokölluðu „Maganomics“ efnahagsstefnu Trump.
Hagfræðingar í Bandaríkjunum sögðust jafnframt að verðbólgan muni aukast í ár vegna stefnu forsetans og muni það hægja á vaxtalækkunarferli Seðlabankans.
Nær allir voru þá sammála um, meðal annars hagfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, OECD og Evrópusambandsins, um að hagvöxtur yrði meiri í Bandaríkjunum en á evrusvæðinu á árinu.