Hag­fræðingar hafa áhyggjur af því að verndar­tolla­stefna Donald Trump muni hafa neikvæð áhrif á hag­vöxt landsins.

Þetta kemur fram í ítar­legri skoðanakönnun sem Financial Times gerði meðal 220 hag­fræðinga í Bandaríkjunum, Bret­landi og Evru­svæðinu.

Sam­kvæmt FT voru hag­fræðingarnir spurðir um hvaða áhrif Trump muni hafa á efna­hag Bandaríkjanna en hann tekur við em­bættinu í mánuðinum.

Lang­flestir svöruðu því að verndar­tollarnir myndu hafa neikvæð áhrif á aðra annars jákvæða þætti í hinni svo­kölluðu „Maga­nomics“ efna­hags­stefnu Trump.

Hag­fræðingar í Bandaríkjunum sögðust jafn­framt að verðbólgan muni aukast í ár vegna stefnu for­setans og muni það hægja á vaxtalækkunar­ferli Seðla­bankans.

Nær allir voru þá sammála um, meðal annars hag­fræðingar Alþjóða­gjald­eyris­sjóðsins, OECD og Evrópu­sam­bandsins, um að hag­vöxtur yrði meiri í Bandaríkjunum en á evru­svæðinu á árinu.