HMS hefur fært upp mat sitt á íbúðaþörf eftir uppfærða mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Stofnunin telur nú að þörf sé á 4.500 til 5.000 nýjum íbúðum á ári hverju fram til ársins 2050 til þess að sinna íbúðaþörf.

Fyrra mat HMS áætlaði að árleg íbúðaþörf væri nær 4.000 íbúðum.

HMS segi að þar sem meðalfjöldi íbúða hafi verið í kringum 3.000 síðustu ár og íbúðatalning sýni fram á að það verði umtalsverð fækkun á nýbyggingum árið 2026, þá sé útlit fyrir það að uppbyggingin nái ekki að halda í við þörfina til lengri tíma.

„Uppfærð spá um íbúðaþörf gerir stöðuna á húsnæðismarkaði enn verri hér á landi, en án viðeigandi uppbyggingar getur skapast verulegur framboðsskortur sem mun ekki aðeins auka þrýsting á fasteigna- og leigumarkað, heldur einnig hafa neikvæð áhrif á húsnæðisöryggi.

Mat HMS á íbúðaþörf miðað við nýja og eldri mannfjöldaspá. Myndin sýnir einnig íbúðaþörf út frá húsnæðisáætlunum sveitarfélaga og rammasamning ríkisins um aukna uppbyggingu íbúða.

HMS segir að uppfærð mannfjöldaspá Hagstofunnar sýni fram á hraðari mannfjölgun en áður sem muni leiða til enn frekari eftirspurn eftir húsnæði á næstu áratugum.

„Áður var talið að fjöldi Íslendinga yfir sextugu muni fara fram úr fjölda þeirra undir tvítugu árið 2049 en samkvæmt nýrri mannfjöldaspá mun sú breyting eiga sér stað 8 árum fyrr, eða árið 2041. Meðalstærð heimila mun minnka hraðar en gert var ráð fyrir með færri börnum og aukinni lífslengd.“