Forsvarsmenn Íslandsbanka og Arion banka hafa ekki farið leynt með áhuga sinn á ytri vexti að undanförnu.

Nýlokið almennt hlutafjárútboð í Íslandsbanka, þar sem ríkið losaði um allan 45,2% eftirstandandi hlut sinn í bankanum, gæti orðið kveikjan að frekari hreyfingum á bankamarkaði.

Alexander Jensen Hjálmarsson, stofnandi greiningarfyrirtækisins Akkurs, segir í viðtali í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun að hann telji þrjár sviðsmyndir um samþjöppun á bankamarkaðnum líklegastar.

Sú fyrsta er að Arion banki reyni að aftur að sameinast Íslandsbanka, hvort sem það yrði gert með því að óska aftur eftir samrunaviðræðum eða leggja fram yfirtökutilboð.

„Ég hugsa að Arion banki vilji helst sameinast Íslandsbanka,“ segir Alexander.

Akkur áætlaði fyrr í ár að heildarsamlegð á kostnaðarhlið við samruna bankanna gæti legið á bilinu 13-24 milljörðum ári, eftir því hversu mikið stöðugildum fækkar og annar kostnaður dregst saman.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Þar ræðir Alexander nánar um aðrar sviðsmyndir um mögulega samþjöppun á íslenska bankamarkaðnum.