Lögmaður Skúla Gunn­ars Sig­fús­son­ar, athafnamanns sem á m.a. Subway á Íslandi, hefur gert kröfu á hend­ur Sveini Andra Sveinssyni hr. um greiðslu á því sem út af stóð af kröf­um fé­laga í eigu Skúla Gunn­ars við gjaldþrota­skipt­i félags hans EK1923 ehf. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu.

Lögmaður­inn hefur sent öðrum kröfu­höf­um bréf og boðið þeim að taka þátt í mála­rekstri gegn Sveini Andra.

Lögmaður Skúla Gunn­ars Sig­fús­son­ar, athafnamanns sem á m.a. Subway á Íslandi, hefur gert kröfu á hend­ur Sveini Andra Sveinssyni hr. um greiðslu á því sem út af stóð af kröf­um fé­laga í eigu Skúla Gunn­ars við gjaldþrota­skipt­i félags hans EK1923 ehf. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu.

Lögmaður­inn hefur sent öðrum kröfu­höf­um bréf og boðið þeim að taka þátt í mála­rekstri gegn Sveini Andra.

Þóknun Sveins Andra langt umfram það sem teljist hóflegt

Skúli Gunn­ar fór fram á að dóm­kvadd­ur matsmaður tæki út störf skipta­stjóra bús­ins. Lögmaður Skúla Gunnars telur að hægt hefði verið að gera upp skuld­ir bús­ins og skila því til fyrri eig­enda.

Dóm­kvadd­ur matsmaður hefur nú nú ályktað að Sveinn Andri hafi, sem skipta­stjóri þrota­bús­ins, skrifað á sig of marg­ar vinnu­stund­ir við slit á bú­inu auk þess að hafa inn­heimt of hátt tíma­gjald.

Kostnaður við skipti fé­lags­ins nam tæp­lega 200 millj­ón­um króna en þókn­un til Sveins Andra nam um 170 millj­ón­um króna.

Í mats­gerð sem matsmaður skilaði í júní síðastliðnum segir að hæfi­leg þókn­un til skipta­stjóra hefði átt að nema á bilinu 74-87 millj­ón­um króna. Þá hefði fjöldi vinnu­stunda átt að vera á bil­inu 1.600-1.900, en sam­tals voru um 3.450 vinnustundir skráðar við slit á bilinu.