Kínverska lággjaldanetverslunin Temu hefur ákveðið að hætta sölu á vörum sem fluttar eru frá Kína til Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vef BBC en þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi þess að búið er að loka á undanþágureglu fyrir minni pakkningar.

Temu mun þess í stað fyrir sig yfir í staðbundið afgreiðslulíkan í Bandaríkjunum þar sem öll sala fer fram með notkun staðbundinna sala.

Fyrirtæki eins og Temu og Shein höfðu áður fyrr notast við ákveðna undanþágu sem leyfði netverslunarrisunum að selja og senda vörur beint til Bandaríkjanna án þess að greiða af því toll eða skatt svo lengi sem verðmæti vörunnar væri undir 800 dalum, eða rúmlega 102 þúsund krónum.

Ríkisstjórn Bandaríkjanna, undir leiðsögn Donalds Trumps, hefur nú lokað á þessa undanþágu en bæði Trump og forveri hans, Joe Biden, sögðu að undanþágan skaðaði bandarísk fyrirtæki og hafi einnig verið notuð til að smygla ólöglegum vörum.

Undanþágan, sem bar latneska heitið de minimis, á sér rætur að rekja til 1938 þegar bandaríska þingið samþykkti undanþáguna. Samkvæmt bandaríska tollinum hafa þessar sendingar samsvarað um 90% af öllum farmi sem kemur til Bandaríkjanna.