Kínversku netversluninni Temu hefur verið skipað að hætta allri starfsemi í Víetnam eftir að fyrirtækið missti af fresti til að skrá starfsemi sína í landinu. Að sögn iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis Víetnam hefur Temu misst leyfi sitt í landinu.

Netverslunin, sem er í eigu kínverska netverslunarfyrirtækisins PDD, hóf starfsemi í Víetnam í október en fyrirtækið þurfti að ljúka hefðbundnu skráningarferli fyrir lok nóvember.

Samkvæmt WSJ segir talsmaður Temu að fyrirtækið sé að vinna með ráðuneytinu að finna lausn á málinu.

Temu starfar nú í meira en 80 löndum og er nú orðið vinsælasta verslunarforritið í Bandaríkjunum á eftir Shein og Amazon. Rúmlega 30% Íslendinga hefur þá til að mynda pantað vörur frá Temu samkvæmt nýlegri könnun Prósents.