Tesla ætlar að hækka laun verksmiðjustarfsmanna í Þýskalandi til að bregðast við hörðu ákalli verkalýðsfélaga þar í landi
Reiknað er með að forstjórinn Elon Musk gæti þurft að grípa til svipaðra ráðstafana í Bandaríkjunum.
Stjórnendur Tesla í Þýskalandi kynntu nýjan kjarapakka til leiks í síðustu viku, en á svipuðum tíma heimsótti Musk hina svokölluðu Giga-verksmiðju sem staðsett er í útjaðri Berlínar. Um leið lofaði Musk því að næsta kynslóð Teslubílanna yrði framleidd í verksmiðjunni.
Tesla hefur átt í viðræðum við IG Metall verkalýðsfélagið í Þýskalandi um kjarasamninga og virðast samningar vera að nást.
Bandaríska verkalýðsfélagið UAW ku ætla að beina spjótum sínum næsta að Tesla en félagið hefur náð í gegn bættum kjörum fyrir fjölda félagsmanna sinna sem starfa innan bifreiðageirans þar í landi.