Rafbílaframleiðandinn Tesla afhenti 254.695 bíla á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 310 þúsund bíla á þeim fyrsta. Slæmar sölutölur gefa til kynna að enn verra uppgjör sé í vændum, að því er kemur fram í frétt Wall Street Journal.
Greiningaraðilar áttu von á fækkun afhentra bíla vegna strangra samkomutakmarkana í Kína sem höfðu mikil áhrif á verksmiðjur Tesla í Sjanghæ í apríl og maí síðastliðnum. Greinendur höfðu spáð að meðaltali að afhendingar á öðrum fjórðungi yrðu í kringum 264 þúsund.
Sjá einnig: Nýju verksmiðjurnar „risa peningabræðslur“
Tesla sagði þó að júní 2022 hafi verið besti mánuður hvað bílaframleiðslu varðar í sögu félagsins sem gefur til kynna að erfiðleikarnar í vor séu að einhverju leyti að baki.