Hlutabréfaverð Tesla hefur hækkað um 3% í fyrstu viðskiptum í dag og hefur nú hækkað um tæplega 90% frá áramótum. Hlutabréf rafbílaframleiðandans hafa því rétt töluvert úr kútnum eftir miklar lækkanir í fyrra.

Hækkunina má m.a. rekja til þess að fjárfestar hafa á undanförnum vikum horft í auknum mæli til vaxtafyrirtækja vegna væntinga um að Seðlabanki Bandaríkjanna sé farinn að nálgast efri mörk vaxtahækkunarferlis síns, að því er segir í umfjöllun Bloomberg.

Auk þess hafi fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnt á síðustu dögum um að til standi að slaka á skilyrðum fyrir 7.500 dala skattaafslátt, eða sem nemur tæplega milljón króna, við kaup á rafbíl. Einnig er minnst á að aukin spákaupmennska kunni að spila stóran þátt en hlutabréf Tesla hafa verið afar vinsæl meðal einstaklinga.

Hlutabréfaverð Tesla hefur hækkað um 3% í fyrstu viðskiptum í dag og hefur nú hækkað um tæplega 90% frá áramótum. Hlutabréf rafbílaframleiðandans hafa því rétt töluvert úr kútnum eftir miklar lækkanir í fyrra.

Hækkunina má m.a. rekja til þess að fjárfestar hafa á undanförnum vikum horft í auknum mæli til vaxtafyrirtækja vegna væntinga um að Seðlabanki Bandaríkjanna sé farinn að nálgast efri mörk vaxtahækkunarferlis síns, að því er segir í umfjöllun Bloomberg.

Auk þess hafi fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnt á síðustu dögum um að til standi að slaka á skilyrðum fyrir 7.500 dala skattaafslátt, eða sem nemur tæplega milljón króna, við kaup á rafbíl. Einnig er minnst á að aukin spákaupmennska kunni að spila stóran þátt en hlutabréf Tesla hafa verið afar vinsæl meðal einstaklinga.

„Tesla er að hækka svona hratt af því að markaðurinn telur að Seðlabankinn muni koma til bjargar,“ hefur Bloomberg eftir forstjóra fjárfestingarfélagsins Patriarch Organization. Hann segir að rekstrarniðurstaða fjórða ársfjórðungs og „verðlækkanir til að keyra upp eftirspurn“ hafi einnig hjálpað.

Rétt er að benda á að hlutabréfaverð Tesla lækkaði um nærri 70% á síðasta ári. Hlutabréfaverð Tesla hefur hækkað úr 108 dölum í 207 dali í ár. Gengið var síðast hærra í nóvember 2022.