Afhendingar nýrra bíla frá Tesla drógust verulega saman fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt fréttamiðlinum BBC. Rafbílaframleiðandinn hefur þurft að glíma við eldsvoða í verksmiðju sinni, röskun á skipaflutningum og aðrar áskoranir.

Fyrirtækið afhenti tæplega 387.000 rafbíla en það Tesla hefur ekki afhent færri bíla á einum ársfjórðungi í heilt ár.

Hlutabréf Tesla lækkuðu um 4% í kjölfar þessara fregna en afhendingar eru 8% færri en þær voru á sama tíma í fyrra og mun minni en sérfræðingar gerðu ráð fyrir.

Afhendingar nýrra bíla frá Tesla drógust verulega saman fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt fréttamiðlinum BBC. Rafbílaframleiðandinn hefur þurft að glíma við eldsvoða í verksmiðju sinni, röskun á skipaflutningum og aðrar áskoranir.

Fyrirtækið afhenti tæplega 387.000 rafbíla en það Tesla hefur ekki afhent færri bíla á einum ársfjórðungi í heilt ár.

Hlutabréf Tesla lækkuðu um 4% í kjölfar þessara fregna en afhendingar eru 8% færri en þær voru á sama tíma í fyrra og mun minni en sérfræðingar gerðu ráð fyrir.

Tesla hefur glímt við mikla samkeppni frá kínverskum framleiðendum eins og BYD. Árásir Húta í Rauðahafinu hafa einnig ollið birgðatruflunum sem varð til þess að fyrirtækið þurfti að loka verksmiðju sinni í Þýskalandi tímabundið en sú verksmiðja varð einnig fyrir barðinu á eldsvoða.

Fyrirtækið segir einnig að framleiðsla á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi minnkað um 1,6% milli ára, eða úr 439.701 nýrra bíla niður í 433.371.