Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að höfða mál gegn Evrópusambandinu vegna tolla sem sambandið lagði lagt á alla innflutta rafbíla frá Kína.
Tesla bætist þar með í hóp bílaframleiðanda á borð við BMW og nokkurra kínverskra bílafyrirtækja sem hafa farið í mál við ESB vegna umræddra tolla, að því er segir í grein Financial Times.
Í október á síðasta ári lagði ESB 7,8% toll á Tesla og allt að 35,3% toll á aðra bílaframleiðendur. Umræddir tollar leggjast ofan á almennan 10% toll sem var þegar í gildi.
Elon Musk, forstjóri Tesla og ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur átt í hörðum deilum við ESB að undanförnu. Musk hefur verið duglegur að gagnrýna umfangsmið regluverk ESB og tók einnig nýlega þátt í kosningabaráttu AfD-flokksins í Þýskalandi.