Tesla kynnti nýjasta framtíðarökutæki í framleiðslulínu sinni, Cybercab, á sýningu í Warner Bros Studios í Burbank í Kaliforníu. Elon Musk telur bílinn vera lykilhlekk í næsta kafla fyrirtækisins.

Musk segir Cybercab muni kosta undir 30 þúsund dölum, eða rúmlega fjórar milljónir króna, og verður án pedala þar sem bíllinn mun reiða sig á sjálfkeyrandi tækni.

Bíllinn er án stýris og fótstiga fyrir hröðun og bremsun.

Tesla kynnti nýjasta framtíðarökutæki í framleiðslulínu sinni, Cybercab, á sýningu í Warner Bros Studios í Burbank í Kaliforníu. Elon Musk telur bílinn vera lykilhlekk í næsta kafla fyrirtækisins.

Musk segir Cybercab muni kosta undir 30 þúsund dölum, eða rúmlega fjórar milljónir króna, og verður án pedala þar sem bíllinn mun reiða sig á sjálfkeyrandi tækni.

Bíllinn er án stýris og fótstiga fyrir hröðun og bremsun.

Tesla segir að notagildi bílsins sé margvíslegt en kannski helst að koma í stað leigubíla. Tesla segist einnig vera með 20 sæta bíl í þróun sem hefur vinnuheitið Robovan.

Spurningin er hvort Robovan getur sparað Íslendingum Borgarlínuna svokölluðu, sem á að kosta um 150 milljarða króna.

Musk segist búast við því að bíllinn fari í framleiðslu fyrir árið 2026 en sérfræðingar hafa dregið í efa hversu raunhæf sú tímatafla er.

Forstjórinn sagði fjárfestum til að mynda árið 2019 að Tesla myndi hafa meira en 1 milljón vélmenna á veginum árið eftir. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki eitt einasta sjálfstýrt farartæki á sínum vegum á vegum nú fimm árum síðar.

Hlutabréf Tesla lækkuðu um 6,9% í kjölfar kynningarinnar og eru niður um 5,5% að auki í viðskiptum utan markaða.

Skortur á upplýsingum um tæknilega hlið bílsins er sögð vera aðal ástæðan fyrir lækkun hlutabréfanna.

„Það verður afar erfitt fyrir Tesla að bjóða upp á nýtt farartæki á þessu verði innan þessa tímaramma. Án utanaðkomandi styrkja eða með því að keyra á tapi virðist ekki líklegt að geta sett neitt á þessu verði á markað á þessum áratug,“ segir Paul Miller hjá rannsóknarstofunni Forrester.

Musk telur þó sjálfkeyrandi bíla vera framtíðina og býst einnig við að Tesla Model 3 og Model Y-bílarnir í Texas og Kaliforníu verði komnir með sjálfkeyrandi eiginleika á næsta ári.