Elon Musk tilkynnti í dag að Tesla muni koma til með að nota mannleg vélmenni til að hjálpa við framleiðslu rafbíla. Vélmennin verða tekin í notkun hjá Tesla á næsta ári og árið 2026 mun fyrirtækið svo framleiða fleiri til að selja til annarra fyrirtækja.

Tesla hefur unnið að vélmenninu í nokkur ár sem hluti af áætlun til að stækka viðveru sína á vélmenna- og gervigreindarmarkaði.

Elon Musk tilkynnti í dag að Tesla muni koma til með að nota mannleg vélmenni til að hjálpa við framleiðslu rafbíla. Vélmennin verða tekin í notkun hjá Tesla á næsta ári og árið 2026 mun fyrirtækið svo framleiða fleiri til að selja til annarra fyrirtækja.

Tesla hefur unnið að vélmenninu í nokkur ár sem hluti af áætlun til að stækka viðveru sína á vélmenna- og gervigreindarmarkaði.

Musk sýndi frumgerð af vélmenninu árið 2022, sem ber heitið Optimus, en það náði að taka nokkur skref, veifa til mannfjöldans og tók einnig nokkur dansspor. Vélmennið mun þá hjálpa við að framleiða bíla, klára erfið verkefni og draga úr skorti á vinnuafli.

Samkvæmt kostnaðaráætlun munu vélmennin kosta undir 20 þúsund dali og er búist við að þau muni geta átt samtöl innan nokkurra ára.

Tesla er ekki eina fyrirtækið sem er að ryðja sér leið inn á þennan markað en önnur fyrirtæki hafa notast við vélmenni í vöruhúsum til að flýta fyrir flutningastarfsemi.