Fyrir um mánuði síðan þegar hlutabréf Tesla lækkuðu og fjárfestar voru pirraðir yfir því hversu miklum tíma Elon Musk varði í Hvíta húsinu, fór stjórn Tesla að taka það alvarlega að leita að arftaka Musks. Þetta herma heimildir Wall Street Journal.

Stjórnarmenn höfðu samband við nokkrar ráðningarstofur til að hefja formlegt ferli við að finna næsta forstjóra Tesla. Sala og hagnaður Tesla minnkaði hratt á sama tíma og Musk eyddi miklum tíma í Washington.

Um það leyti hitti stjórn Tesla forstjórann Musk til að fá stöðuskýrslu. Stjórnarmenn sögðu honum að hann þyrfti að verja meiri tíma í Tesla og að hann þyrfti að tilkynna það opinberlega. Musk mótmælti ekki.

Rekstur Tesla hefur versnað mikið síðustu mánuði og hlutabréfverðið lækkað, eða allt frá því að Musk byrjaði að verja miklum tíma í að aðstoða Donald Trump forseta að skera niður ríkisútgjöldin.

Forsetinn skipaði Elon Musk sem sérstakam ráðgjafa forsetans en hefur verið álitinn raunverulegur leiðtogi DOGE þrátt fyrir að formlega sé hann ekki opinber starfsmaður. DOGE stendur fyrir Ráðuneyti ríkisrekstrarhagkvæmni(Department of Government Efficiency), sem er nýsköpunarverkefni innan bandarísku ríkisstjórnarinnar, stofnað með forsetatilskipun Donalds Trump 21. janúar 2025.

Í síðustu viku, eftir að Tesla tilkynnti að hagnaður fyrsta ársfjórðungs hefði hrunið um 71%, sagði Musk við fjárfesta að hann myndi brátt snúa sér aftur að starfi sínu hjá Tesla.

„Frá byrjun næsta mánuðar ætla ég að verja miklu meiri tíma í Tesla“ sagði Musk á fjárfestafundi í kjölfar afkomutilkynningarinnar.

Stjórnin þrengdi fókusinn að einni stórri ráðningarstofu, samkvæmt bandaríska stórblaðsins. Það hefur ekki upplýsingar um hvort leit að nýjum arftaka er enn í gangi eða hvort henni hafi verið hætt.

Einnig er óljóst hvort Musk, sem situr í stjórn Tesla, vissi af viðleitninni eða hvort loforð hans um að verja meiri tíma í Tesla hefði haft áhrif á áætlunina. Musk svaraði óskum um viðtal Tesla vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var eftir því.

Nokkrum klukkustundum eftir að fréttin birtist gaf Tesla út afsökun á X (fyrrum Twitter). Musk gagnrýndi einnig greinina í færslu á X.

„Forstjóri Tesla er Elon Musk og stjórnin hefur mikla trú á getu hans til að halda áfram að framkvæma spennandi vaxtaráætlun framundan,“ sagði Robyn Denholm, stjórnarformaður Tesla, í yfirlýsingu á X.

Á ríkisstjórnarfundi á miðvikudag þakkaði Donald Trump Musk fyrir störf hans í ríkisstjórninni. „Þú veist að þú ert velkominn að vera eins lengi og þú vilt með okkur,“ sagði Trump. „En ég held að hann vilji komast heim til bílanna sinna.“

Musk hefur stýrt rafbílaframleiðandanum í nærri 20 ár þó svo hann hafi stigið til hliðar sem stjórnarformaður árið 2018. Musk hefur alltaf verið mjög virkur í öllum sínum fyrirtækjum, jafnvel þeim þar sem aðrir stjórnendur sinna daglegri stjórn.

Átta manna stjórn Tesla hefur verið að leita að því að bæta við óháðum stjórnarmanni, samkvæmt fólki kunnugu ferlinu. Sumir stjórnarmenn, þar á meðal JB Straubel, meðstofnandi Tesla, hafa hist með stærstu fjárfestum til að fullvissa þá um að fyrirtækið sé í góðum höndum.

Störf Musks í stjórnkerfinu komu á erfiðum tíma fyrir stærsta fyrirtæki hans. Sala rafbíla Tesla féll árið 2024 – fyrsta árssamdrátturinn í meira en áratug. Fyrirtækið lækkaði verð sem lækkaði hagnað mikið. Hin áberandi Cybertruck, sem var hæðst að fyrir undarlegt útlit sitt, varð að aðhlátursefni vegna óvandaðrar smíði.

Náin tengsl Musks við Trump skemmdu ímynd Tesla fyrir sumum bílakaupendum. Til að bæta gráu ofan á svart gerðu tollaákvarðanir forsetans viðskipti Tesla í Kína flóknari, þar sem Kína er einn stærsti markaður Tesla, og einnig í birgðakeðju í Bandaríkjunum sem reiðir sig mjög á birgja í Mexíkó og Kanada.

Musk og Trump fyrir framan Hvíta húsið.
© EPA-EFE (EPA-EFE)

Nálægð Musks við forsetann reyndist honum ekki mikil hjálp í þessu sambandi. Hann sagði fjárfestum í síðustu viku að hann myndi „halda áfram að berjast fyrir lægri tollum frekar en hærri tollum, en það er allt sem ég get gert.“ Ákvörðunin, sagði hann, væri á höndum forsetans.

Eftir sigur Trump í kosningunum í fyrra, rauk hlutabréfaverð Tesla fyrst upp, endurspeglandi bjartsýni um að náin tengsl Musks við forsetann myndu skila ávinningi fyrir fyrirtækin hans. Markaðsvirði Tesla náði methæðum í desember, 1,5 billjónum dollara, um 187.500 milljörðum íslenskra króna. Síðan þá hefur það fallið niður í um 900 milljarða dollara, eða um 112.500 milljarða íslenskra króna.

Stýrir fimm fyrirtækjum auk Tesla

Musk stýrir fimm fyrir­tækjum sam­hliða því að gegna for­stjórastöðu hjá Tesla. Innan fyrir­tækisins starfa yfir tuttugu stjórn­endur beint undir honum, sam­kvæmt WSJ.

Síðan Trump vann for­seta­kosningarnar 2024 hefur Musk varið meiri tíma í höfuð­borginni, auk þess sem hann dvelur reglu­lega í Mar-a-Lago, heimili Trumps í Flórída.

Funda­höld með starfsmönnum Tesla og stjórnar­mönnum hafa að miklu leyti farið fram í gegnum fjar­funda­búnað.

Musk tók virkan þátt í kosninga­baráttu Trumps og lagði til yfir 250 milljónir dollara í fram­boðið. Hann hefur einnig gegnt hlut­verki yfir­manns í ný­stofnuðu ráðu­neyti ríkis­stjórnarinnar um skil­virkni og tekið þátt í að ráða em­bættis­menn. Í ljósi þessa hafa spurningar vaknað meðal starfs­manna um skuld­bindingu hans gagn­vart kjarna­starf­semi Tesla, sér­stak­lega í ljósi þess að Trump hefur gagn­rýnt raf­bílastuðning og lýst vilja til að styrkja jarðefna­elds­neytisiðnaðinn.

Fram­kvæmda­stjórar innan Tesla hafa reynt að róa starfs­fólk. Á fundi síðla árs 2024 sagði Mike Snyder, sem stýrir orku­hluta fyrir­tækisins, að Musk héldi áfram að svara erindum og væri áfram virkur þrátt fyrir að vera í pólitískum verk­efnum.

Á fyrri hluta ársins 2025 hefur orðið ljóst að pólitísk tengsl Musks við Trump hafa haft neikvæð áhrif á ímynd Tesla.

Í Kali­forníu og Þýska­landi hefur fyrir­tækið tapað vinsældum og bí­l­eig­endur hafa í auknum mæli reynt að fjar­lægja sig frá tengslum við for­stjórann. Sam­hliða því hefur Tesla tapað veru­legri markaðs­hlut­deild í Kína til inn­lendra fram­leiðenda á borð við BYD.

Eli­ah Gil­fen­baum, fram­kvæmda­stjóri Tesla í Kali­forníu, sagði á starfs­manna­fundi að erfitt væri orðið að halda í hæfi­leikaríkt starfs­fólk og sagði að Tesla væri betur statt með nýjan for­stjóra. Að sögn heimildar­manna var hann í kjölfarið látinn fara frá fyrir­tækinu. Tesla hefur ekki tjáð sig um málið.