Elon Musk, forstjóri Tesla, segist vilja færa starfsemi fyrirtækisins til Indlands „eins fljótt og auðið er“. Musk mun hafa sagt þetta er hann fundaði með Nerandra Modi, forseta Indlands, sem er í heimsókn í Bandaríkjunum.

Indverska ríkisstjórnin hefur nýlega boðið Musk að skoða möguleika þess að fjárfesta í landinu en forstjórinn segist vilja finna réttu tímasetninguna fyrir það.

Fundur Musk og Modi kemur aðeins tveimur dögum eftir að Jack Dorsey, stofnandi Twitter, sakaði indversku ríkisstjórnina um að hóta að slökkva á samfélagsmiðlinum í landinu.

Indversk stjórnvöld hafa harðlega neitað þessu en Elon Musk, núverandi eigandi Twitter, segir að samfélagsmiðillinn hafi ekkert um annað að velja en að fara eftir fyrirmælum þeirra ríkisstjórna sem Twitter starfi í.

Musk segist vera mikill aðdáandi af Modi og segir að Indland bjóði upp á fleiri tækifæri en nokkurt annað land í heiminum. Hann bætir við að Twitter muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að standa vörð um málfrelsi.

„Modi er augljóslega mjög annt um Indland vegna þess að hann er að þrýsta á okkur að fjárfesta meira í landinu. Við erum bara að reyna að finna réttu tímasetninguna en ég er fullviss um að Tesla verði komið til Indlands eins fljótt og auðið er,“ segir Musk.