Jerome Powell, seðla­banka­stjóri Banda­ríkjanna, gaf skýr merki um að vaxta­lækkanir væru á næsta leiti vestan­hafs í ræðu sinni á fundi seðla­banka­stjóra í Jack­son Hole í Wyoming um helgina.

Að mati Powell þarf að hefja lækkunar­ferlið í septem­ber til að koma í veg fyrir frekari kulnun vinnu­markaðarins en The Wall Street Journal greinir frá.

Sam­kvæmt svörum Seðla­banka Ís­lands við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins sótti Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri mál­þingið í Wyoming fyrir Ís­lands hönd.

„Það er kominn tími til að breyta um stefnu,“ sagði Powell.

Næsti fundur peninga­stefnu­nefndar Banda­ríkjanna er 17. og 18. septem­ber en bæði fjár­festar og hag­fræðingar vestan­hafs eru sann­færðir um að vextir verði lækkaðir í kjöl­farið.

Verð­bólga í Banda­ríkjunum mælist enn ofar verð­bólgu­mark­miðum seðla­bankans en at­vinnu­leysi í Banda­ríkjunum hefur ekki verið meira í þrjú ár.

„Við sækjumst ekki eftir því né viljum við sjá enn meiri kulnun á vinnu­markaði,“ sagði Powell um helgina.

Stýri­vextir í Banda­ríkjunum eru á bilinu 5,25 – 5,5% en sam­kvæmt WSJ er enn ó­vissa um hvort vextir verði lækkaðir um 0,25% eða 50% í septem­ber.