Málmleitarfélagið Amaroq Minerals, sem heldur á rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, birti í vikunni fyrsta árshlutauppgjör sitt eftir skráningu á aðalmarkað en þar kemur fram að félagið hefur gengið frá 51 milljónar dala fjármögnun til að hefja vinnslu í Nalunaq-gullnámunni á Suður-Grænlandi.
Tilraunaboranir í sex borholum í Nalunaq skiluðu nýverið hæsta gullmagni í sögu félagsins en félagið fann meðal annars nýja gullæð sem er með 256 grömm af gulli í hverju tonni.
Samkvæmt því sem Viðskiptablaðið kemst næst telst þetta gríðarlega mikið magn af gulli per tonn þrátt fyrir að um sé að ræða neðanjarðarnámu þar sem gullstyrkurinn er oft hærri en kostnaðurinn við að sækja gullið meiri.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði