Arnar Sigurðs­son, eig­andi vín­búðarinnar Sante Wines, setur fram harðorða gagn­rýni á kvóta­kerfið í ís­lenskum land­búnaði og áform stjórn­valda í stjávarút­vegi í að­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag.

Hann setur land­búnaðar­kerfið í sam­hengi við þá miklu og viðvarandi um­ræðu sem átt hefur sér stað um kvóta­kerfið í sjávarút­vegi á undan­förnum árum en að

Að hans mati hefur um­ræðan um hitt kvóta­kerfið, sem tak­markar fram­leiðslu á land­búnaðar­afurðum, farið al­ger­lega fram hjá al­menningi, þrátt fyrir að það bitni beint á neyt­endum og feli í sér óhag­kvæmni sem enginn virðist vilja ræða.

Arnar skrifar að á Ís­landi séu í raun tvö kvóta­kerfi. Annað sé um­deilt, enda tengt hug­myndum um auðlindir þjóðarinnar, en hitt sem gildi í land­búnaði sé „óum­deilt þrátt fyrir að vera allra tap“.

Hann bendir á að í sjávarút­vegi sé vissu­lega þörf á að tak­marka sókn í sam­eigin­lega fiski­stofna, en spyr hvers vegna sé talin þörf á að tak­marka fram­leiðslu mjólkur.

Kvótinn í land­búnaði tak­marki í raun ekki að­gengi að auðlind heldur val­frelsi neyt­enda. „Kvótinn er í raun ekki á mjólkina sjálfa heldur á neyt­endur,“ skrifar Arnar.

„Stundum er sagt að peningar séu drif­kraftur heimsins en sama á við um öfundina. Kvóta­kerfið í sjávarút­vegi er auðvitað gallaðasta stjórn­kerfi sem hugsast getur, ef horft er fram hjá öllum hinum, en stærsti gallinn er að þeir sem best standa sig geta upp­skorið ríku­lega. Þessu vilja stjórn­völd breyta með því að gera kerfið verra en það var fyrir, nánar til­tekið með því sem fjár­málaráðherra kallar efna­hags­lega sóun ein­angruðum markaði hafi lítið sem ekkert val,“ skrifar Arnar.

Í greininni beinir Arnar sjónum að því sem hann kallar „óhag­kvæmni­verk stjórn­mála­manna“, þar sem kvóta­kerfin séu mótuð af öfund og pólitískum þörfum frekar en hag­rænni hugsun.

Hann segir að kvóta­kerfið í sjávarút­vegi sé gagn­rýnt ekki síst vegna þess að það um­buni árangri, og að sú um­bun sé öðrum þyrnir í augum.

„Stærsti gallinn er að þeir sem best standa sig geta upp­skorið ríku­lega,“ skrifar hann. Þeirri hvöt vilji stjórn­völd nú bregða með því að veikja kerfið enn frekar.

Arnar gagn­rýnir jafn­framt að fyrsta verk núverandi ríkis­stjórnar hafi verið að „upp­hefja óhag­kvæmnina“, með því að út­deila gjafa­kvóta til strand­veiði­sjómanna.

Hann bendir á að strand­veiðar skili lægsta af­urða­verðinu, hafi stærsta kol­efnis­fót­sporið og minnsta arð­semin. Því sé óskiljan­legt að kerfið um­buni þeim formi veiða um­fram annað.

„Jöfnun ofan frá verður aldrei öðru­vísi en að þrýsta þeim niður sem upp úr standa,“ skrifar hann.

Þá dregur hann upp kald­hæðna mynd af svo­kallaðri „stórút­gerð“, sem hann segir að í alþjóð­legu sam­hengi sé í raun ekki mikið meira en strand­veiði í stærri skala – en þó sé hún skatt­lögð sér­stak­lega í nafni jöfnuðar.

„Svo­kölluð „stórút­gerð“ er þó í alþjóð­legu sam­hengi lítið annað en strand­veiði sem hins vegar er skatt­lögð núna með það að mark­miði að ná hinum margrómaða jöfnuði í sam­einuðu land­búnaðar- og sjávarút­vegs­kerfi þar sem engan þarf að öfunda.“