Arnar Sigurðsson, eigandi vínbúðarinnar Sante Wines, setur fram harðorða gagnrýni á kvótakerfið í íslenskum landbúnaði og áform stjórnvalda í stjávarútvegi í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.
Hann setur landbúnaðarkerfið í samhengi við þá miklu og viðvarandi umræðu sem átt hefur sér stað um kvótakerfið í sjávarútvegi á undanförnum árum en að
Að hans mati hefur umræðan um hitt kvótakerfið, sem takmarkar framleiðslu á landbúnaðarafurðum, farið algerlega fram hjá almenningi, þrátt fyrir að það bitni beint á neytendum og feli í sér óhagkvæmni sem enginn virðist vilja ræða.
Arnar skrifar að á Íslandi séu í raun tvö kvótakerfi. Annað sé umdeilt, enda tengt hugmyndum um auðlindir þjóðarinnar, en hitt sem gildi í landbúnaði sé „óumdeilt þrátt fyrir að vera allra tap“.
Hann bendir á að í sjávarútvegi sé vissulega þörf á að takmarka sókn í sameiginlega fiskistofna, en spyr hvers vegna sé talin þörf á að takmarka framleiðslu mjólkur.
Kvótinn í landbúnaði takmarki í raun ekki aðgengi að auðlind heldur valfrelsi neytenda. „Kvótinn er í raun ekki á mjólkina sjálfa heldur á neytendur,“ skrifar Arnar.
„Stundum er sagt að peningar séu drifkraftur heimsins en sama á við um öfundina. Kvótakerfið í sjávarútvegi er auðvitað gallaðasta stjórnkerfi sem hugsast getur, ef horft er fram hjá öllum hinum, en stærsti gallinn er að þeir sem best standa sig geta uppskorið ríkulega. Þessu vilja stjórnvöld breyta með því að gera kerfið verra en það var fyrir, nánar tiltekið með því sem fjármálaráðherra kallar efnahagslega sóun einangruðum markaði hafi lítið sem ekkert val,“ skrifar Arnar.
Í greininni beinir Arnar sjónum að því sem hann kallar „óhagkvæmniverk stjórnmálamanna“, þar sem kvótakerfin séu mótuð af öfund og pólitískum þörfum frekar en hagrænni hugsun.
Hann segir að kvótakerfið í sjávarútvegi sé gagnrýnt ekki síst vegna þess að það umbuni árangri, og að sú umbun sé öðrum þyrnir í augum.
„Stærsti gallinn er að þeir sem best standa sig geta uppskorið ríkulega,“ skrifar hann. Þeirri hvöt vilji stjórnvöld nú bregða með því að veikja kerfið enn frekar.
Arnar gagnrýnir jafnframt að fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar hafi verið að „upphefja óhagkvæmnina“, með því að útdeila gjafakvóta til strandveiðisjómanna.
Hann bendir á að strandveiðar skili lægsta afurðaverðinu, hafi stærsta kolefnisfótsporið og minnsta arðsemin. Því sé óskiljanlegt að kerfið umbuni þeim formi veiða umfram annað.
„Jöfnun ofan frá verður aldrei öðruvísi en að þrýsta þeim niður sem upp úr standa,“ skrifar hann.
Þá dregur hann upp kaldhæðna mynd af svokallaðri „stórútgerð“, sem hann segir að í alþjóðlegu samhengi sé í raun ekki mikið meira en strandveiði í stærri skala – en þó sé hún skattlögð sérstaklega í nafni jöfnuðar.
„Svokölluð „stórútgerð“ er þó í alþjóðlegu samhengi lítið annað en strandveiði sem hins vegar er skattlögð núna með það að markmiði að ná hinum margrómaða jöfnuði í sameinuðu landbúnaðar- og sjávarútvegskerfi þar sem engan þarf að öfunda.“