Bandarísk hluta­bréf hafa vaxið gríðar­lega frá fjár­mála­kreppunni 2008 og nema nú tæp­lega tveimur þriðju af markaðsvirði skráðra hluta­bréfa á heims­vísu. Þessi yfir­burðastaða vekur áhyggjur meðal fjár­festa um hvort óhóf­leg áhætta sé að safnast í bandaríska markaðinn, sér­stak­lega í tækni­geiranum sem hefur verið knúinn áfram af væntingum um gervi­greindar­byltingu.

Þótt bandaríski markaðurinn hafi lengi verið stærstur í heiminum er núverandi yfir­burðastaða hans óvenju­leg í sögu­legu sam­hengi.

Tækni­fyrir­tæki eins og Nvidia, Micros­oft og App­le hafa keyrt upp gengi S&P 500 vísitölunnar undan­farin ár og saman­lagt er „Magnificent Se­ven“-hópurinn – sjö stærstu tækni­fyrir­tækin – nú með tæp­lega þriðjung af heildar­markaðsvirði vísitölunnar, sem nemur 51,8 billjónum dala.

Er um bólu­myndun að ræða?

Sam­kvæmt Financial Times benda efna­hags­sagn­fræðingar á að slík gríðar­leg samþjöppun í örfáum fyrir­tækjum hafi sést áður í fjár­málasögunni – meðal annars með járn­brautarfélögin á 19. öld, raf­magns­geirann um 1900 og Dotcom-fyrir­tækin á tíunda ára­tugnum. Öll þessi tíma­bil enduðu með markaðs­hruni.

„Við lifum í tækniöld þar sem gervi­greind er framtíðin, en fyrir hundrað árum voru það járn­brautir,“ segir Richard Sylla, pró­fessor emeritus í hag­fræði við NYU Stern School of Business. „Sagan kennir okkur að of mikil bjartsýni getur reynst tálsýn.“

Sumir hag­fræðingar telja núverandi verðlagningu bandarískra tækni­fyrir­tækja „fárán­lega of­metna“ og draga saman­burð við dotcom-bóluna um alda­mótin.

Þeir benda á að bandaríski markaðurinn hafi dregist aðeins saman undan­farnar vikur eftir að kín­verska fyrir­tækið Deep­Se­ek sýndi fram á gervi­greindar­fram­farir sem krefjast mun minna út­reiknings­afls en bandarísk fyrir­tæki höfðu gert ráð fyrir.

Fjár­festar spyrja: Er ég nægi­lega dreifður?

Stærð Bandaríkjanna í hlut­falli við heiminn skapar einnig vanda fyrir alþjóð­lega fjár­festa. Ef fjár­festar fylgja alþjóð­legum hluta­bréfa­vísitölum, þá eru um 64% af eigna­safninu þeirra í Bandaríkjunum – og þar af stór hluti í fáum tækni­fyrir­tækjum.

„Ef ég opna fyrsta kaflann í kennslu­bók minni um fjár­mál þá stendur þar að ég eigi að dreifa áhættunni,“ segir Tor­sten Sløk, aðal­hag­fræðingur hjá Apollo. „En þegar fólk lítur á eigna­safnið sitt í dag og spyr hvort það sé dreift, er svarið mjög skýrt: Nei.“

Sumir fjár­festar telja þó að bandaríski markaðurinn sé ein­fald­lega að endur­spegla nýjan raun­veru­leika þar sem stærstu og öflugustu fyrir­tæki heims kjósa að skrá sig í Bandaríkjunum.

„Ég get nánast sett saman alþjóð­legt eigna­safn bara með bandarískum hluta­bréfum,“ segir Jack Ablin, fjár­festinga­stjóri hjá Cresset Capi­tal.

Þrátt fyrir hækkandi verðmæti hafa bandarísk hluta­bréf gefið af sér stöðuga ávöxtun síðustu 15 ár og margir fjár­festar eiga erfitt með að veðja gegn markaðnum.

Ávöxtun S&P 500 hefur verið um 14% á ári síðan 2010, og á síðustu tveimur árum hafa bandarísk hluta­bréf hækkað um yfir 20% ár­lega.

Spurningin sem margir spyrja nú er hvort bandaríski markaðurinn sé kominn að vendi­punkti.

Sumir telja að sterkur tekju­vöxtur tækni­fyrir­tækja rétt­læti háa verðlagningu, en aðrir óttast að markaðurinn sé að endur­taka söguna – með óþægi­legum af­leiðingum fyrir fjár­festa.