Fimm þúsund manns í fæðingar­or­lofi voru rang­lega taldir starfs­menn ríkis­stofnana í opin­berum gögnum Hag­stofunnar, sam­kvæmt Bjarna Bene­dikts­syni for­sætis­ráð­herra Ís­lands.

Þetta kemur fram í sér­vinnslu sem Bjarni óskaði eftir í fram­haldi af opin­berum tölum stofnunarinnar um um­svif á vinnu­markaði í júlí.

Fimm þúsund manns í fæðingar­or­lofi voru rang­lega taldir starfs­menn ríkis­stofnana í opin­berum gögnum Hag­stofunnar, sam­kvæmt Bjarna Bene­dikts­syni for­sætis­ráð­herra Ís­lands.

Þetta kemur fram í sér­vinnslu sem Bjarni óskaði eftir í fram­haldi af opin­berum tölum stofnunarinnar um um­svif á vinnu­markaði í júlí.

„Af þessu leiðir að fjölgun starfs­manna ríkis­stofnana hefur verið of­metin sam­hliða lengingu fæðingar­or­lofs,“ skrifar Bjarni á Face­book.

Í Við­skipta­Mogganum í morgun var greint frá því að sam­kvæmt sér­vinnslu Hag­stofunnar hafði opin­berum starfs­mönnum fjölgað um 3-9% milli ára í júlí, eftir því hvaða rekstrar­form er skoðað, á meðan al­menni markaðurinn hefur dregið saman seglin og fjölgun verið lítil sem engin, eða 0,2%.

Bjarni segir að undan­farið ár hafi tæp­lega 90% fjölgunar á vinnu­markaði verið í einka­geiranum, þvert á það sem reglu­lega er haldið fram í opin­berri um­ræðu.

„Hlut­falls­leg fjölgun í einka­geiranum og hjá hinu opin­bera er nokkurn veginn sú sama - um 1%. Villur í opin­berum gögnum eru hið versta mál, ekki síst þegar þær verða grund­völlur um­ræðu um út­þenslu hins opin­bera sem enginn fótur reynist fyrir. Eða þegar hag­vöxtur er van­metinn um það sem nemur hag­vexti í eðli­legu ár­ferði,“ skrifar Bjarni.

Bjarni segir mikil­vægt að fjöl­miðlar og al­menningur sýni stjórn­völdum að­hald þegar kemur að út­þenslu hins opin­bera.

„Að­hald í ríkis­rekstrinum er enda yfir­lýst for­gangs­mál okkar, til að styðja við á­fram­haldandi lækkun verð­bólgu og vaxta. En þegar gögnin standast ekki skoðun, þá gerir um­ræðan það ekki heldur.

Á þeim grund­velli hef ég komið af stað vinnu til að bæta opin­bera hag­skýrslu­gerð. Röng gögn geta nefni­lega verið verri en engin og þangað viljum við ekki fara,“ skrifar Bjarni.