Þetta er sagan af ólgu og átökum og hvernig nýjar hugmyndir vekja upp andstæð sjónarmið svo að oft hriktir í stoðunum. Þetta er sagan af því hvernig nýir eigendur komu stefnulausir að félaginu, sköpuðu óstöðugleika og ýttu frá góðum stjórnarháttum.

Hér er einnig sagt frá því hvernig starfsfólkið dró vagninn áfram sama hvernig vindar blésu,“ segir á kápu bókarinnar „Flug í ókyrru lofti“ eftir Pétur J. Eiríksson sem gengdi ýmsum stjórnunarstöðum hjá Flugleiðum, FL Group og Icelandair Group á 28 ára ferli.

Í eftirfarandi bókarkafla sem Viðskiptablaðið birti í vikunni er farið yfir áhuga SAS á Icelandair og hvernig viðræðurnar runnu út í sandinn. Millifyrirsagnir eru blaðsins.

Project Salmon

Jón [innsk. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group] sagði mér að SAS-menn vildu nánara samstarf og límið væri eignaraðild að Icelandair. Ekki var talað um hve stóran hlut en ég skynjaði ekki annað en að hann gæti orðið einhvers staðar á milli 10 og 25% eins og rætt hafði verið nokkrum árum fyrr. Bað hann mig að leiða þetta verkefni. Ákveðið var að taka upp þráðinn eftir sumarfrí um miðjan ágúst [innsk. árið 2007]. Allt var þetta auðvitað með leynd og fékk verkefnið dulnefnið Project Salmon sem var viðeigandi.

Frá 15. ágúst héldum við nokkra vinnufundi bæði innanhúss og svo með SAS-fólki. Ágætlega miðaði, stjórn okkar virtist tilbúin að selja SAS hlut í félaginu en hve stóran hlut lá ekki fyrir og ég vissi aldrei hvað Jón hafði sterkt umboð til að ræða það mál. Nokkru fyrr, eða 10. ágúst, höfðum við Finnur Ingólfsson hist á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi.

Eftir spjall um heima og geima sagðist hann verða að segja mér að hann hefði áhyggjur af því að Jón Karl væri búinn að lofa SAS alltof miklu um kaup á Icelandair án þess að nokkur stefna lægi fyrir. Málið virtist rekið án vegvísis.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði