Fjárfestingafyrirtækið Hinden­burg Research, sem sér­hæfir sig í skort­sölu hluta­bréfa, birti í gær greiningu sína á tölvu­leikja­fyrir­tækinu Robl­ox.

Sam­kvæmt skort­salanum hefur Robl­ox verið ýkja not­enda­fjölda í sam­skiptum við fjár­festa alveg frá því að fé­lagið fór á markað 2021.

Í skýrslunni er Robl­ox sakað um að leggja á­herslu á vöxt á kostnað öryggis en að þeirra mati hefur tölvu­leiknum ekki tekist að verja börn frá barna­níðingum og öðru ó­barn­vænu efni.

Hinden­burg Research segir í skýrslunni að greiningin sé m.a. byggð á við­tölum við fyrrum starfs­menn Robl­ox og not­endur tölvu­leiksins.

Tals­maður Robl­ox segir skýrsluna villandi og að það sé aug­ljóst að skort­salinn hafi fjár­hags­legan hvata til að tala fé­lagið niður.

Markaðs­virði Robl­ox er um 27 milljarðar banda­ríkja­dala og námu tekjur þess í fyrra 2,8 milljörðum dala.

Gengið féll um 10% í utan­þings­við­skiptum eftir að skýrslan birtist og um 2% til viðbóta fyrir opnum markaði í gær.

Hinden­burg Research er einn þekktasti skort­sali Banda­ríkjanna en skýrsla fé­lagsins um raf­bíla­fram­leiðandann Nikola tor­veldaði samning fyrir­tækisins við General Motors og leiddi til þess að Tre­vor Milton for­stjóri fyrir­tækisins var sak­felldur fyrir fjár­svik.

Í fyrra beindi fyrir­tækið spjótum sínum að Adani Group á Ind­landi og féll markaðs­virði fé­lagsins um 100 milljarða Banda­ríkja­dala.

Hinden­burg Research hefur þó ekki alltaf haft árangur sem erfiði en fé­lagið beindi spjótum sínum að Axos Financial í júní en hluta­bréf fjár­mála­fyrir­tækisins hafa hækkað um 16% síðan þá.