Íbúar á Djúpavogi voru 412 talsins í byrjun árs 2024 en í ár mun bærinn taka á móti 95 þúsund ferðamönnum skemmtiferðaskipa. Fyrir utan þau 69 skemmtiferðaskip sem koma þar í land mætir einnig mikill fjöldi rúta og jeppa með ferðamenn.

Birkir Helgason, stofnandi og eigandi Hafsins Bistro á Djúpavogi, gerir sér fulla grein fyrir þessum tölum og nýtur þess að elda ofan í bæði gesti og heimamenn á þessum nýja veitingastað bæjarins.

Íbúar á Djúpavogi voru 412 talsins í byrjun árs 2024 en í ár mun bærinn taka á móti 95 þúsund ferðamönnum skemmtiferðaskipa. Fyrir utan þau 69 skemmtiferðaskip sem koma þar í land mætir einnig mikill fjöldi rúta og jeppa með ferðamenn.

Birkir Helgason, stofnandi og eigandi Hafsins Bistro á Djúpavogi, gerir sér fulla grein fyrir þessum tölum og nýtur þess að elda ofan í bæði gesti og heimamenn á þessum nýja veitingastað bæjarins.

Matseðill veitingastaðarins er mjög fjölbreyttur og býður Birkir til að mynda upp á sultuhamborgara, kanilsnúða, popp-ostakökur og beikonborgara með svörtu brauði. „Ég hef alltaf sagt að ef þú leggur ekki ástríðu í matinn sem þú ert að elda, þá áttu bara heima einhvers staðar annars staðar.“

Birkir bætir við að Hafið Bistro sé einn af fáum veitingastöðum á landinu sem bjóði upp á bjór í frosnum glösum. Hann vill þá einnig halda niðri verðinu eins og hann getur en bjórinn á staðnum kostar til að mynda aðeins 800 krónur á Happy Hour.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.