Suðurkóresku bílaframleiðendurnir Hyundai og Kia gáfu í febrúar út uppfærslu á stýrikerfum bíla sinna til að laga galla sem óprúttnir aðilar nýttu sér til að brjótast inn í bílana og nema þá á brott.

Það virðist þó hafa gengið illa að upplýsa eigendur bifreiðanna að sækja uppfærsluna því nú rúmlega þremur mánuðum síðar er ekkert lát á bílþjófnaðarfaraldrinum.

Í byrjun mánaðar hafði uppfærslunni aðeins verið hlaðið í um 7% af þeim 8 milljónum bifreiða vestanhafs sem bera gallann. Báðir bílaframleiðendurnir hafa lagt mikið púður í að koma uppfærslunni á framfæri til eigenda bifreiðanna og segja þeir það hafa skilað því sífellt fleiri sæki uppfærsluna.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði