Vogunar­sjóðir vestan­hafs hafa lengi verið gagn­rýndir fyrir háar þóknanir en ný skýrsla frá LCH Invest­ments varpar nýju ljósi á um­fang vandans.

Sam­kvæmt skýrslunni hefur rúm­lega helmingur heildar­brúttóhagnaðar fjár­festa í hefðbundnum vogunar­sjóðum farið í þóknanir á síðustu tveimur ára­tugum.

Þetta er veru­leg aukning frá um 30% á tíma­bilinu frá 1969 fram að alda­mótum, segir LCH, sem ráð­leggur fjár­festum á borð við Ed­mond de Rot­hschild.

„Þessi aukning á hlut­falli brúttóhagnaðar sem fer í þóknanir er aug­ljós­lega ekki fjár­festum í hag,“ segir Rick Sop­her, stjórnar­for­maður LCH.

Frá annarri hlið litið hafa vogunar­sjóðir skilað sam­tals 3,72 trilljónum Bandaríkja­dala í hagnað frá seint á sjöunda ára­tugnum, en haldið eftir nær 1,8 trilljónum dala í þóknanir.

Þessi þróun endur­speglar að ávöxtun vogunar­sjóða hefur dregist saman síðustu ár, á sama tíma og þóknanir, sér­stak­lega föst stjórnunar­gjöld, hafa aukist.

Al­gengt er að sjóðir taki 2% af eignum í stjórnunar­gjald ásamt 20% af hagnaði sjóðsins sem árangurs­tengda þóknun.

Sum stærri sjóðstýringar­fyrir­tæki, eins og Cita­del, inn­heimta þó enn hærri þóknanir.

LCH birti þessar niður­stöður ásamt ár­legri út­tekt sinni á „stóru sjóð­stjórunum“, þar sem vogunar­sjóðir eru metnir út frá ævi­af­komu þeirra fyrir fjár­festa.

Helstu at­riði skýrslunnar eru:

  • D.E. Shaw í New York var efstur á lista 2024, með 11,1 milljarð dala í hreinan hagnað fyrir fjár­festa á síðasta ári.
  • Cita­del hélt stöðu sinni sem arðbærasti sjóðurinn frá stofnun, með 83 milljarða dala í heildar­hagnað frá 1990. Árið 2024 skilaði sjóðurinn fjár­festum 9 milljörðum dala í hreinum hagnaði.
  • Mars­hall Wace í London komst í fyrsta sinn á lista LCH með 4,5 milljarða dala í hreinan hagnað á síðasta ári og 29,5 milljarða dala frá stofnun árið 1997.
  • Topp 20 sjóðirnir, sem meðal annars fela í sér Millennium Mana­gement, Brid­gewa­ter Associa­tes og Elliott Mana­gement, stjórna um 20% af eignum greinarinnar en standa fyrir 32% af heildar­hreinum hagnaði ársins 2024, sam­kvæmt mati LCH.

LCH notar marg­vís­leg gögn, þar á meðal viðtöl við stjórn­endur, endur­skoðaðar skýrslur, stjórn­enda­skýrslur og aðrar trúnaðar­upp­lýsingar til að taka saman skýrsluna.

Í opnu bréfi í fyrra krafðist hópur stórra fjár­festa breytinga á greiðslu­fyrir­komu­lagi sjóð­stjóra.

Sam­kvæmt LCH halda topp 20 sjóðirnir eftir 34,3% af brúttóhagnaði sínum, minna en aðrir í greininni.

Þetta stafar af „hærri brúttóávöxtun, stöðugum eigna­grunni og því að þeir forðast miklar lækkanir,“ segir Sop­her.

Það er at­hyglis­vert þar sem mörg fyrir­tækjanna á topp 20 lista eru svo­kölluð fjöl­stjórn­enda­fyrir­tæki (e. multimana­ger firms), sem inn­heimta gjarnan rekstrar­kostnað sjóðanna, þar á meðal bónusa og tækni, sem hluta af sér­stöku þóknana­kerfi.