Bandaríska fjár­mála­fyrir­tækið Jane Street, þekkt fyrir nafn­leynd og hröð við­skipti, nær nýjum hæðum þegar tekjur af hluta­bréfa­við­skiptum og skulda­bréfum eru skoðaðar.

Þóknanir félagsins námu yfir 20 milljörðum dala árið 2024, nánast tvöföldun frá fyrra ári.

Sam­kvæmt upp­gjöri félagsins sem Financial Times greinir frá námu hreinar tekjur Jane Street af við­skiptum með verðbréf 20,5 milljörðum dala árið 2024, sem er 94% aukning frá 2023.

Hagnaður fyrir­tækisins jókst jafn­framt veru­lega, úr 5,9 milljörðum dala í 12,96 milljarða dala á sama tíma­bili.

Spennuá­stand lyftir þóknunum

Á fyrsta árs­fjórðungi 2025 náði fyrir­tækið að nýta sér mikla óvissu á mörkuðum í kjölfar til­lagna Donalds Trump Bandaríkja­for­seta um nýja tolla, sem sköpuðu ringul­reið á verðbréfa­mörkuðum.

Hreinar tekjur af við­skiptum fyrir þann árs­fjórðung eru áætlaðar 7,2 milljarðar dala, sem er meira en 60% aukning frá sama tíma í fyrra.

Jane Street starfar bæði á hluta­bréfa- og skulda­bréfa­mörkuðum og hefur í auknum mæli haslað sér völl á svæðum sem áður voru undir yfir­ráðum stórra banka á borð við Gold­man Sachs og Morgan Stanl­ey. Nú eru hagnaðartölur Jane Street orðnar sam­bæri­legar við stærstu nöfn Wall Street.

Jane Street hefur löngum vakið at­hygli fyrir nafn­leysi og yfir­grips­mikla starf­semi án þess að vera skráð á markað eða viðra stefnumál sín opin­ber­lega.

Með þessum nýju tekjum er ljóst að fyrir­tækið hefur treyst stöðu sína sem eitt öflugasta fjár­mála­fyrir­tæki í heimi – þrátt fyrir að starfa að mestu í skugganum.