Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita, keypti í dag bréf í fasteignafélaginu fyrir tæpar 15 milljónir króna.
Samkvæmt kauphallartilkynningu keypti Þórarinn 151.151 hluti á genginu 98.339 krónur á hlut, sem samsvarar rúmum 14,8 milljónum króna.
Viðskiptin fóru fram um hálf tíu leytið í morgun en gengi Reita hefur hækkað 3,5% í dag og stendur í 102 krónum á hlut.
Þórarinn V. Þórarinsson tók sæti í stjórn Reita fasteignafélags árið 2009. Þórarinn hefur starfað sem hæstaréttarlögmaður síðan 2002 og starfar á eigin lögmannsstofu, Advocatus slf.
Þórarinn var framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands á árunum 1986 til 1999 og forstjóri Símans frá 1999-2001.