Þórarinn Viðar Þórarinsson stjórnarformaður Reita keyti í dag 50 þúsund bréf í félaginu á genginu 77. Kaupverðið er 3,85 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send inn í kauphöllinna rétt í þessu.

Þórarinn átti 450 þúsund hluti í Reitum um síðustu áramót og var eini stjórnarmaður félagsins sem átti þá hlut í félaginu. Guðjón Reynisson forstjóri átti þá 360 þúsund hluti.

Þórarinn V. Þórarinsson tók sæti í stjórn Reita fasteignafélags árið 2009. Þórarinn hefur starfað sem hæstaréttarlögmaður síðan 2002 og starfar á eigin lögmannsstofu, Advocatus slf.

Þórarinn var framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands á árunum 1986 til 1999 og forstjóri Símans frá 1999-2001.