Þórður Þ. Þórðarson og Ólafur Þórðarson, fyrrverandi eigendur Bifreiðastöðvarinnar ÞÞÞ á Akranesi voru samanlagt með ríflega 900 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra samkvæmt álagningarskrá ríkisskattsstjóra.

Þórður fór með 66,6% hlut í fyrirtækinu samkvæmt ársreikningi 2022 og námu fjármagnstekjur hans 617 milljónum króna. Ólafur átti 33,3% hlut en fjármagnstekjur hans námu 290 milljónum.

Þórður Þ. Þórðarson og Ólafur Þórðarson, fyrrverandi eigendur Bifreiðastöðvarinnar ÞÞÞ á Akranesi voru samanlagt með ríflega 900 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra samkvæmt álagningarskrá ríkisskattsstjóra.

Þórður fór með 66,6% hlut í fyrirtækinu samkvæmt ársreikningi 2022 og námu fjármagnstekjur hans 617 milljónum króna. Ólafur átti 33,3% hlut en fjármagnstekjur hans námu 290 milljónum.

Samkvæmt frétt Skessuhorns var skipt um eigendur um miðjan marsmánuð 2023 en fyrirtækið var stofnað árið 1927 og hafði verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá stofnun. Fyrirtækið Snókur eignarhaldsfélag tók við rekstrinum.

Hagnaður Bifreiðastöðvar Þórðar Þ. Þórðarsonar nam 66 milljónum króna í fyrra, samanborið við 34 milljónir árið 2022. Tekjur námu 838 milljónum og jukust um ríflega 170 milljónir milli ára.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast listann yfir 150 fjármagnstekjuhæstu einstaklingana árið 2023 í heild hér.

Um er að ræða elsta fyrirtækið á Akranesi en það hafði verið í eigu sömu fjölskyldu frá stofnun árið 1927.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)