Sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsins voru það fé­lög tengd Þórði Má Jóhannes­syni og Hregg­viði Jóns­syni sem seldu bréf í Festi fyrir 2,6 milljarða um þrjú­leytið í dag.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá fóru í gegn 2,6 milljarða króna við­skipti með bréf Festi á genginu 208 krónur í dag.

Við­skipta­blaðið hefur ekki upp­lýsingar um hverjir voru á kaup­hliðinni en gengi Festi hefur hækkað um 12% síðastliðna tvo mánuði og var dagslokagengi félagsins 209 krónur í gær.

Sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsins voru það fé­lög tengd Þórði Má Jóhannes­syni og Hregg­viði Jóns­syni sem seldu bréf í Festi fyrir 2,6 milljarða um þrjú­leytið í dag.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá fóru í gegn 2,6 milljarða króna við­skipti með bréf Festi á genginu 208 krónur í dag.

Við­skipta­blaðið hefur ekki upp­lýsingar um hverjir voru á kaup­hliðinni en gengi Festi hefur hækkað um 12% síðastliðna tvo mánuði og var dagslokagengi félagsins 209 krónur í gær.

Sam­kvæmt hlut­haf­alista Festi frá því í vor átti Storm­tré ehf., sem er í meiri­hluta­eigu Hregg­viðs, 7,1 milljón hluti í Festi sem jafn­gilti 2,36% eignar­hlut þá. Brekka Reta­il ehf., sem er í 100% eigu Þórðar Más, átti 6 milljón hluti í vor sem jafn­gilti 1,99% hlut í Festi.

Við­skiptin um þrjú­leytið í dag námu 12.350.924 hlutum í Festi.

Í febrúar á þessu ári lagði til­nefningar­nefnd Festar til að Þórður Már tæki sæti í stjórn en í rök­stuðningi nefndarinnar kom fram að hann hefði þekkingu og reynslu af rekstri og virkri fjár­hags­skipan, væri lang­tíma­fjár­festir í Festi og þekki fé­lagið vel.

Fé­lag Þórðar Más, Brekka Reta­il, var þá meðal 20 stærstu hlut­hafa fé­lagsins.

Skömmu síðar var þó greint frá því að tveir stærstu hlut­hafarnir, sem fara saman­lagt með tæp­lega fjórðungs­hlut í fé­laginu, væru ó­sáttir með til­nefningu Þórðar Más.

LSR, stærsti hlut­hafi Festar, lýsti yfir von­brigðum með störf til­nefningar­nefndar og Brú Líf­eyris­sjóður, næst stærsti hlut­hafinn, sagðist mót­fallinn því að hann tæki aftur sæti í stjórn.

Ekki fengust frekari skýringar þegar Við­skipta­blaðið leitaði til þeirra í vor.