Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og Heimildarinnar, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook.
Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og Heimildarinnar, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook.
„Ég hef ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi minni og skrá mig í Samfylkinguna. Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem sé að hans mati aflið til að leiða þá vegferð.
Hann segir að nú sé tíminn til að knýja fram „réttlátar breytingar á Íslandi“ og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, sé að hans mati aflið til að leiða þá vegferð.
„Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi.“
Hann segist nú þegar hafa tekið að sér ákveðin verkefni tengd stefnumótun fyrir flokkinn sem hefjast um mánaðamótin.