Þórey Hafliðadóttir hefur hafið störf hjá markaðs- og viðburðarstofunnar Kvartz sem margmiðlunarhönnuður, grafíker og hugmyndasmiður.
Þórey hefur starfað sem hönnuður í yfir tólf ár. Hún starfaði m.a. hjá Center Hotels sem grafískur hönnuður, meðal annars við framleiðslu á myndefni, hreyfimyndagerð og vöruhönnun. Auk þess hefur hún starfað við fjölda annara verkefna, þar á meðal við myndvinnslu, umbrot og verkefnastjórn.
Þórey er með menntun í tækniteiknun frá Iðnskólanum í Hf og Diploma í margmiðlunarhönnun frá Margmiðlunarskólanum.
„Þórey hefur gríðarlega þekkingu og reynslu á sviði margmiðlunar og hönnunar á fjölbreyttu efni ásamt því að vera frábær hugmyndasmiður. Það er því mikill fengur að fá hana til okkar í Kvartz teymið og styrkja það enn frekar,“ er haft eftir Unni Maríu Pálmadóttir, annars eiganda Kvartz, í fréttatilkynningu.