Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur birt bréf til starfsfólks á heimasíðu útgerðarfélagsins í tilefni af umfjöllun forsíðuumfjöllun Heimildarinnar.

Í henni er sagt frá því að tæknimenn á veg­um hér­aðssak­sókn­ara hefðu endurheimt um 1.500 smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á þeim tíma sem hinn síðar­nefndi var fram­kvæmda­stjóri út­gerðarfé­lags Sam­herja í Namib­íu.

„Heimildin birti í dag umfjöllun um mál sem hefur verið til rannsóknar í fimm ár,“ segir Þorsteinn Már.

„Þar er því haldið fram að upplýsingarnar varpi nýju ljósi á málsatvik. Svo er ekki. Umrædd umfjöllun í Heimildinni hnikar ekki, eða hrekur, fyrri yfirlýsingar mínar um málið. Þær standa óhaggaðar.“

Þorsteinn Már ítrekar að hann og Samherji muni verjast ásökunum af sem félagið hefur fengið á sig í Namibíumálinu af fullum þunga.

„Mér þykir mjög miður og algjörlega óásættanlegt að fyrrverandi starfsfólki fyrirtækisins sé haldið í spennitreyju með réttarstöðu sakbornings í fimm ár án tilefnis. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir virðist mega reikna með að þannig verði það áfram.

Þá er útlit fyrir að ekkert tillit verði tekið til þess mikla álags sem slík réttarstaða hefur fyrir heiðarlegt og samviskusamt fólk og fjölskyldur þeirra.“

Að lokum segir hann við starfsmenn Samherja að aðalatriðið sé að láta ekki fjölmiðlaumfjöllunina raska vinnufriðnum.

Í umfjöllun Heimildarinnar segir að umrædd smáskilaboð hafi fundist á tölvu sem Jóhannes afhenti saksóknara árið 2019. Tölvan hafi tekið öryggisafrit af símanum um það leyti sem Jóhannes lét af störfum hjá fyrirtækinu.

Fram kemur að smá­skila­boðin hafi verið verið bor­in und­ir Þor­stein Má í nýlegri yf­ir­heyrslu. Þá segir í umfjöllunnni að yf­ir­heyrsl­urn­ar verði með þeim síðustu áður en ákvörðun verði tek­in um hvort og hverj­ir munu fara fyr­ir dóm í mál­inu.