Mókollur ehf., móðurfélag Íþöku, Eyktar og fleiri félaga, hagnaðist um 3,1 milljarð króna í fyrra en árið áður nam hagnaður 833 milljónum. Stærsti hluti hagnaðarins, tæplega þrír milljarðar, er tilkominn vegna hlutdeildar í afkomu dótturfélaga.
Eigið fé félagsins í árslok nam 17,4 milljörðum, jókst um tæplega þrjá milljarða milli ára, og var eiginfjárhlutfall 98,3%. Stjórn félagsins leggur til allt að 50 milljóna króna arðgreiðslu en Pétur Guðmundsson er eini hluthafi félagsins.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.