Fyrirtækið Bag of fun sem heldur utan um rekstur Extraloppunnar hefur ákveðið að greiða engan arð til eigenda í ár.
Brynja Dan, áhrifavaldur, varaþingmaður Framsóknar og oddviti Framsóknar í Garðabæ er stofnandi Extraloppunar og fer með helmingshlut í fyrirtækinu á móti Andra Jónssyni.
Rekstrartekjur félagsins námu 91,7 milljónum króna á árinu 2022 í samburði við 91,8 milljón krónur árið 2021. Rekstrartekjurnar lækkuðu því um 0,1 millj. kr. á milli ára.
Hagnaður á árinu 2022 nam 143 þúsund krónum sem er lækkun úr tæpum 7 milljónum árið 2021. Launakostnaður nam 46,7 milljónum króna og hækkaði um 37% per starfsmann á milli ára
Eigið fé félagsins nam 1 milljón króna í árslok í samanburði við 8,4 milljónir í árslok 2021.
Á árinu 2022 var greiddur út arður að upphæð kr. 7,5 milljónir króna til eigenda. Heimild er að greiða út arð að upphæð 400 þúsund krónur í ár en sem fyrr segir ákvað stjórn félagsins að leggja til að enginn arður yrði ekki greiddur út í ár.