Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu um hundrað krónur, upp í 1.200 krónur. Markaðsstjóri Domino's staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið.

Þriðjudagstilboðið, miðstærð af pítsu með þremur áleggstegundum, kostaði 1.000 krónur frá árinu 2010 og þar til í október 2021 þegar verðið var hækkað upp í 1.100 krónur.

Magnús Hafliðason, forstjóri Domino‘s sagði við það tilefni að fyrirtækið hefði ekki komist hjá því að halda verðinu óbreyttu vegna hækkana aukins launakostnaðar og hækkun vísitölu neysluverðs.