Kísilver PCC á Bakka var rekið með um þriggja milljarða króna tapi á síðasta ári eftir um sjö milljarða tap árið 2020. Rekstrarhagnaður hefur þó verið hjá félaginu frá því í september vegna sögulega hás heimsmarkaðsverðs á kísilmálmum.
Í ársskýrslu þýska móðurfélagsins PCC SE, sem á 86,5% í PCC á Bakka, er bent á að kísilverð hafi um tíma verið fimmfalt hærra í fyrra en í nóvember árið 2020 og reksturinn hafi því gengið framar vonum. Rekstrartekjur kísilvers PCC á Bakka námu ríflega sex milljörðum króna í fyrra miðað við rúmlega þrjá milljarða króna árið 2020 samkvæmt ársskýrslu PCC SE.
Kísilverið var einungis rekið hluta af árinu bæði árin. Kísilverið á Bakka var gangsett í apríl 2018 en tíðar bilanir einkenndu reksturinn í upphafi.
Eftir að heimsfaraldurinn braust út árið 2020 hríðféll verð á kísil og öðrum hrávörum sem varð til þess að kísilverinu á Bakka var lokað tímabundið sumarið 2020. Þá var um 80 af 130 starfsmönnum sagt upp en á meðan var unnið að endurbótum á verksmiðjunni. Í byrjun árs 2021 tók hrávöruverð hins vegar að rísa og kísilverið var gangsett á ný vorið 2021.
Stækkun kísilversins aftur til skoðunar
Til skoðunar er að stækka kísilverið vegna hás kísilverðs.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði