Til­boð fé­lagsins M3 fast­eigna­þróunar ehf. í byggingar­rétt við Vestur­bugt við Gömlu höfnina í Reykja­vík var sam­þykkt af borgar­ráði í gær.

Lóðirnar í Vestur­bugt eru Hlés­gata 1 og 2. Heimilt er að byggja allt að 177 í­búðir í 2-5 hæða húsum auk bíla­kjallara og um 1.420 fer­metra af at­vinnu­hús­næði.

Reykja­víkur­borg rifti samningi við fyrri lóðar­hafa sem sátu að­gerðar­lausir í sjö ár.

Sam­kvæmt til­kynningu frá borginni var byggingar­rétturinn seldur á rúm­lega 2,8 milljarða og á­lögð gatna­gerðar­gjöld verða um 330 milljónir. Greiðslur til Reykja­víkur­borgar nema því um 3,2 milljörðum króna.

„Að lág­marki 25% í­búða á byggingar­reitnum eiga að vera leigu­í­búðir sam­kvæmt deili­skipu­lagi. Þar af eiga Fé­lags­bú­staðir kaup­rétt á allt að 14 í­búðum og Fé­lags­stofnun stúdenta á kaup­rétt á allt að 50 í­búðum,“ segir í til­kynningu borgarinnar.

Sam­kvæmt borginni stendur til að fram­kvæmdir hefjist á næsta ári en í sumar var greint frá því að framkvæmdir myndu standa yfir í 3-4 ár.

„Það er frá­bært að geta nú loksins hafið hönnun og byrjað að skipu­leggja upp­byggingu á þessum ein­stöku byggingar­reitum við vestur­höfnina við mið­borg Reykja­víkur,“ segir Örn V. Kjartans­son fram­kvæmda­stjóri M3 fast­eigna­þróunar ehf.

„Segja má að þetta sé síðasti þéttingar­reiturinn í mið­borginni og í raun ein­stakt að geta boðið í­búðir til sölu þetta ná­lægt gömlu höfninni í Reykja­vík. Ef vel gengur með hönnun má gera ráð fyrir að fram­kvæmdir hefjist snemma vors á næsta ári“.