Landbúnaðarfyrirtækið Bústólpi hagnaðist um 100 milljónir í fyrra, samanborið við 82 milljóna hagnað árið 2022. Tekjur félagsins námu rúmum þremur milljörðum árið 2023 og jukust um 6,9% milli ára.
Eignir voru bókfærðar á tæplega 1,8 milljarða í árslok og eigið fé nam ríflega 1,2 milljörðum. Eignir voru bókfærðar á tæplega 1,8 milljarða í árslok og eigið fé nam ríflega 1,2 milljörðum. Hólmgeir Karlsson er framkvæmdastjóri Bústólpa en allt hlutafé félagsins er í eigu Fóðurblöndunnar ehf., sem er að mestu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.