JPMorgan Chase stendur frammi fyrir stjórnendaskiptum í fyrsta sinn í rúma tvo áratugi, þar sem Jamie Dimonforstjóri bankanshefur gefið út að hann hyggist láta af störfum sem forstjóri á næstu árum.
Árlegur fjárfestadagur bankans í New York í dag var því ekki aðeins vettvangur til að kynna stefnu bankans til framtíðar, heldur einnig óformlegt „hlutapróf“ fyrir mögulega arftaka Dimons.
Dimon, sem hefur stýrt bankanum með góðum árangri í nær tvo áratugi, nýtur enn trausts meðal hluthafa. Markaðsvirði JPMorgan hefur meira en fimmfaldast á hans stjórnartíma.
Samkvæmt The Wall Street Journaleru fjárfestar þó orðnir órólegir um hver verður arftaki Dimon og hefur verið ítrekað kalla eftir gagnsærri stefnu í ákvörðunartöku um næsta forstjóra bankans.
„Eitt mikilvægasta hlutverk fjárfestadagsins er að sýna fram á styrk og breidd yfirstjórnarteymisins,“ segir Mike Mayo, bankagreiningaraðili hjá Wells Fargo.
Samkvæmt WSJ beinit öll athyglin á fjárfestadeginum að þremur lykilstjórnendum sem flestir telja líklega til að taka við af Dimon:
Marianne Lake, sem stýrir Chase Bank og kreditkortaviðskiptum JPMorgan, er talin líklegust til að taka við. Hún hefur víðtæka reynslu af rekstri og fjármálastýringu, gegndi áður starfi fjármálastjóra bankans og hefur verið innan vébanda JPMorgan frá tíunda áratug síðustu aldar. Lake er þekkt fyrir nákvæmni í áhættustýringu og djúpa þekkingu á rekstrartölum, en hefur minna komið að samskiptum við helstu viðskiptavini bankans.

Doug Petno, meðstjórnandi fyrirtækja- og fjárfestingabankasviðsins, er fyrrverandi viðskiptastjóri sem stýrði fjárfestingabankasviði JPMorgan frá 2012 til 2024.
Hann hefur verið drifkraftur í að styrkja viðskiptasambönd bankans við fyrirtæki í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna og víðar, en er enn að byggja upp tengsl við æðsta stjórnendateymi bankans.

Troy Rohrbaugh, hinn meðstjórnandinn, hefur víðtæka reynslu af markaðsviðskiptum, þar á meðal gjaldeyri, vaxtaskiptasamningum og afleiðum.
Hann hefur komið að umbreytingu tæknikerfa bankans, sem hefur skilað sér í aukinni rekstraröryggi á sveiflukenndum mörkuðum. Hins vegar hefur hann takmarkaðri reynslu af hefðbundnum bankaviðskiptum.

Jamie Dimon hefur á löngum starfsferli sínum skapað sér stöðu sem meira en forstjóri JPMorgan en hann hefur verið áhrifamaður innan viðskipta- og stjórnmálalífs í Bandaríkjunum áratugum saman.
„Hann er meira en forstjóri JPMorgan. Hann er eins konar forstjóri bandarísks atvinnulífs,“ segir David Bahnsen, fjárfestir og eigandi í bankanum.
Næsti forstjóri þarf því ekki aðeins að búa yfir djúpri innsýn í rekstur bankans, heldur einnig færni til að hafa áhrif og eiga í samskiptum við stjórnvöld og eftirlitsaðila í Washington.
Dimon hefur tilkynnt að hann hyggist gegna hlutverki stjórnarformanns eftir að hann lætur af störfum sem forstjóri.
Nokkur táknræn tímamót eru þó fram undan: Hann verður sjötugur á næsta ári og markar þá 20 ára starf sem forstjóri bankans. Þá er byggingu nýrra höfuðstöðva JPMorgan við Park Avenue nærri lokið, glæsibygging sem verður hæsta skrifstofuhúsnæði í Midtown Manhattan.
JPMorgan birti jafnframt metárangur í fyrra, með hagnað upp á 54 milljarða dala – hæsta ársafkomu sem bandarískur banki hefur nokkru sinni náð.
„Dimon er ómetanlegur,“ segir Bahnsen. „En ég hef engar efasemdir um að JPMorgan muni velja réttan arftaka.“