JP­Morgan Chase stendur frammi fyrir stjórn­enda­skiptum í fyrsta sinn í rúma tvo ára­tugi, þar sem Jamie Dimon­for­stjóri bankans­hefur gefið út að hann hyggist láta af störfum sem for­stjóri á næstu árum.

Ár­legur fjár­festa­dagur bankans í New York í dag var því ekki aðeins vett­vangur til að kynna stefnu bankans til framtíðar, heldur einnig óform­legt „hlutapróf“ fyrir mögu­lega arf­taka Dimons.

Dimon, sem hefur stýrt bankanum með góðum árangri í nær tvo ára­tugi, nýtur enn trausts meðal hlut­hafa. Markaðsvirði JP­Morgan hefur meira en fimm­faldast á hans stjórnar­tíma.

Sam­kvæmt The Wall Street Journaleru fjár­festar þó orðnir óró­legir um hver verður arf­taki Dimon og hefur verið ítrekað kalla eftir gagnsærri stefnu í ákvörðunar­töku um næsta for­stjóra bankans.

„Eitt mikilvægasta hlut­verk fjár­festa­dagsins er að sýna fram á styrk og breidd yfir­stjórnar­teymisins,“ segir Mike Mayo, banka­greiningaraðili hjá Wells Far­go.

Sam­kvæmt WSJ beinit öll at­hyglin á fjár­festa­deginum að þremur lykil­stjórn­endum sem flestir telja lík­lega til að taka við af Dimon:

Marianne Lake, sem stýrir Chase Bank og kredit­korta­við­skiptum JP­Morgan, er talin lík­legust til að taka við. Hún hefur víðtæka reynslu af rekstri og fjár­málastýringu, gegndi áður starfi fjár­mála­stjóra bankans og hefur verið innan vébanda JP­Morgan frá tíunda ára­tug síðustu aldar. Lake er þekkt fyrir nákvæmni í áhættustýringu og djúpa þekkingu á rekstrar­tölum, en hefur minna komið að sam­skiptum við helstu við­skipta­vini bankans.

Marianne Lake stýrir Chase Bank og kredit­korta­við­skiptum JPMorgan.
Marianne Lake stýrir Chase Bank og kredit­korta­við­skiptum JPMorgan.

Doug Petno, með­stjórnandi fyrir­tækja- og fjár­festinga­banka­sviðsins, er fyrr­verandi við­skipta­stjóri sem stýrði fjár­festinga­banka­sviði JP­Morgan frá 2012 til 2024.

Hann hefur verið drif­kraftur í að styrkja við­skipta­sam­bönd bankans við fyrir­tæki í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna og víðar, en er enn að byggja upp tengsl við æðsta stjórn­enda­t­eymi bankans.

Doug Petno, með­stjórnandi fyrir­tækja- og fjár­festinga­banka­svið JPMorgan
Doug Petno, með­stjórnandi fyrir­tækja- og fjár­festinga­banka­svið JPMorgan

Troy Rohr­baugh, hinn með­stjórnandinn, hefur víðtæka reynslu af markaðsvið­skiptum, þar á meðal gjald­eyri, vaxta­skipta­samningum og af­leiðum.

Hann hefur komið að um­breytingu tækni­kerfa bankans, sem hefur skilað sér í aukinni rekstraröryggi á sveiflu­kenndum mörkuðum. Hins vegar hefur hann tak­markaðri reynslu af hefðbundnum banka­við­skiptum.

Troy Rohr­baugh.
Troy Rohr­baugh.

Jamie Dimon hefur á löngum starfs­ferli sínum skapað sér stöðu sem meira en for­stjóri JP­Morgan en hann hefur verið áhrifa­maður innan við­skipta- og stjórn­mála­lífs í Bandaríkjunum ára­tugum saman.

„Hann er meira en for­stjóri JP­Morgan. Hann er eins konar for­stjóri bandarísks at­vinnulífs,“ segir David Bahn­sen, fjár­festir og eig­andi í bankanum.

Næsti for­stjóri þarf því ekki aðeins að búa yfir djúpri innsýn í rekstur bankans, heldur einnig færni til að hafa áhrif og eiga í sam­skiptum við stjórn­völd og eftir­lit­saðila í Was­hington.

Dimon hefur til­kynnt að hann hyggist gegna hlut­verki stjórnar­for­manns eftir að hann lætur af störfum sem for­stjóri.

Nokkur tákn­ræn tíma­mót eru þó fram undan: Hann verður sjötugur á næsta ári og markar þá 20 ára starf sem for­stjóri bankans. Þá er byggingu nýrra höfuðstöðva JP­Morgan við Park Avenu­e nærri lokið, glæsi­bygging sem verður hæsta skrif­stofu­húsnæði í Mid­town Man­hattan.

JP­Morgan birti jafn­framt metárangur í fyrra, með hagnað upp á 54 milljarða dala – hæsta ár­s­af­komu sem bandarískur banki hefur nokkru sinni náð.

„Dimon er ómetan­legur,“ segir Bahn­sen. „En ég hef engar efa­semdir um að JP­Morgan muni velja réttan arf­taka.“