Þrjár breytingar urðu á stjórn Hörpu á aðalfundi félagsins í dag. Á fundinum fór fram stjórnarkjör þar sem Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir var endurkjörin formaður og Árni Geir Pálsson var sömuleiðis endurkjörinn.

Guðrún Erla Jónsdóttir, Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Pétur Magnússon koma ný inn í stjórn. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir og Jóhanna Margrét Gísladóttir voru kjörnar varamenn.

Gunnar Sturluson, Hrönn Greipsdóttir og Jón Sigurgeirsson víkja úr stjórninni.

Harpa er meðal þeirra fyrirtækja sem falla undir nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu.

Þess má þó geta að stjórn Hörpu tók jafnmiklum breytingum árið 2023 en þá komu þrír nýir inn í stjórnina.