Dómsmálaráðuneytið auglýsti í Lögbirtingablaðinu þann 13. júní sl. að laust væri til umsóknar embætti dómara við Landsrétt. Á heimasíðu Stjórnarráðsins segir að skipað verði í embættið 1. september nk. en umsóknarfrestur rann út í lok júní.
Í tilkynningu segir að þrír einstaklingar séu á lista umsækjenda en það er Eiríkur Elís Þorláksson dósent, Eyvindur G. Gunnarsson prófessor og settur dómari við Landsrétt og Þorbjörg I. Jónsdóttir lögmaður.
Umsóknir verða síðan afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar á næstu dögum.