Í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær er fjallað um mögulega samþjöppun á íslenska bankamarkaðnum. Forsvarsmenn Íslandsbanka og Arion banka hafa ekki farið leynt með áhuga sinn á ytri vexti að undanförnu, og talið er Íslandsbankaútboðið, þar sem ríkið seldi allan hlut sinn, gæti orðið kveikja að frekari hreyfingum á markaðnum.

Alexander Jensen Hjálmarsson, stofnandi greiningarfyrirtækisins Akkurs, telur að tilraun Arion banka til að hefja samrunaviðræður við Íslandsbanka í febrúar ýtt við mörgum um hversu mikil tækifæri til hagræðingar séu á bankamarkaðnum. Hann telur þrjár sviðsmyndir um samþjöppun á bankamarkaðnum líklegastar.

„Ég hugsa að Arion banki vilji helst sameinast Íslandsbanka. Það sem ég held að Íslandsbanki vilji helst gera er að kaupa VÍS eða Skaga,“ segir Alexander.

„Manni finnst það líklegri sviðsmynd að Íslandsbanki og Skagi fari í einhvers konar samningaviðræður sem endi þá með því að Arion og Kvika hefji samrunaviðræður fyrst þeir geti ekki sameinast Íslandsbanka.“

Spurður út í mögulegan samruna Íslandsbanka og Kviku, sem áttu í formlegum samrunaviðræðum á fyrri hluta árs 2023, svarar Alexander að hann telji Íslandsbanka hafa takmarkaðan áhuga á þeim kosti í dag í ljósi þess að Kvika seldi TM í fyrra.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Þar ræðir Alexander nánar um samlegðartækifæri í ofangreindum þremur sviðsmyndum