Þrjár til­kynningar um hóp­upp­sagnir bárust í febrúar þar sem 64 starfsmönnum var sagt upp störfum á sviðum fólks­flutninga, mat­væla­fram­leiðslu og heil­brigðisþjónustu.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Vinnumála­stofnun en upp­sagnirnar koma flestar til fram­kvæmda í maí.

Líkt og greint var frá í fjölmiðlum í gær til­kynnti Kjarnafæði Norð­lenska, sem á og rekur slátur­hús SAH af­urða á Blönduósi, starfs­fólki sínu fyrir helgi að 23 af 28 starfsmönnum slátur­hússins yrði sagt upp.

Ekki hefur verið greint frá hinum hóp­upp­sögnunum en með hóp­upp­sögn er átt við upp­sagnir at­vinnu­rekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfs­manna sem sagt er upp á þrjátíu daga tíma­bili er að minnsta kosti 10 starfs­menn í fyrir­tækjum sem venju­lega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10 pró­sent starfs­manna í fyrir­tækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfs­menn þar sem venju­lega eru 300 eða fleiri.