Hlutabréf Icelandair hækkuðu um 6,5% í 612 milljóna króna viðskiptum í dag. Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 0,99 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra síðan í byrjun júní en er enn 25,8% lægra en í upphafi árs.
Hlutabréf Play hækkuðu einnig í dag um 3% í fimm viðskiptum sem námu samtals aðeins 762 þúsund krónum. Hlutabréfaverð Play stendur nú í 1,70 krónum á hlut og hefur alls lækkað um 78% það sem af er ári.
Árið hefur verið báðum flugfélögunum mjög erfitt. Icelandair tapaði 58,8 milljónum dala á fyrstu sex mánuðum ársins eða um átta milljörðum króna
Play tapaði 29,8 milljónum dala fyrstu sex mánuðina eða um fjórum milljörðum króna.
Ástæðurnar þrjár
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði